Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Fjölmenni í Laufskálarétt í dag

26.09.2015 - 19:59
Mynd: RÚV / RÚV
Þúsundir hestamanna gerðu sér glaðan dag í Laufskálarétt í Skagafirði. Hross gengu kaupum og sölum og fjöldi ferðamanna kom til að upplifa stóðréttir í íslenskri náttúru.

Það var stemming í vinsælustu stóðrétt landsins, Laufskálarétt í dag. Margir hestar, enn meira fólk, söngur gleði og glens. Fólk var komið snemma til að fylgjast með þegar stóðið var rekið niður af afréttinum og það var straumur sem sá seint fyrir endann á.

 

gislie's picture
Gísli Einarsson