Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Fjöldi kvartana vegna SMS skilaboða á kjördag

30.10.2017 - 17:17
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tugir einstaklinga hafa kvartað til Póst- og fjarskiptastofnunar yfir óumbeðnum SMS skilaboðum sem þeir fengu send frá stjórnmálaflokkum í tengslum við alþingiskosningarnar um helgina.

Að senda skilaboð af þessu tagi er brot á fjarskiptalögum. Þar segir að óheimilt sé að nota svokölluð óumbeðin fjarskipti í markaðslegum tilgangi nema viðtakandi hafi gefið fyrirfram samþykki sitt fyrir að taka á móti slíkum sendingum.

Á vef Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að öll erindi og kvartanir, sem borist hafi vegna þessarra sendinga frá stjórnmálaflokkunum, séu komin til skoðunar hjá starfsmönnum stofnunarinnar. Þá er vakin athygli á sérstakri upplýsingasíðu um óumbeðin fjarskipti og þær reglur sem um þau gilda.

 

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV