Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fjöldahandtökur í Tyrklandi

19.02.2019 - 10:34
Mynd með færslu
 Mynd: AP - DHA-Depo
Handtökuskipun var í dag gefin út á hendur 324 Tyrkjum vegna gruns um að þeir tengist uppreisnartilraun múslimaklerksins Fetullah Gülens og stuðningsmanna hans sumarið 2016. Meðal þeirra sem á að handtaka eru 53 liðsmenn í tyrkneska hernum. Þeir eru grunaðir um að hafa verið í símasambandi við samstarfsmenn Gülens, að því er tyrkneska fréttastofan Anadolu hefur eftir saksóknurum í Istanbúl. Lögregla var að störfum í fimmtán héruðum Tyrklands í leit að hermönnunum.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV