Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Fjóla efst í Grýtubakkahreppi

Mynd með færslu
 Mynd:
Fjóla Valborg Stefánsdóttir hlaut flest atkvæði í Grýtubakkahreppi. Hún fékk 146 atkvæði en Haraldur Níelsson kom næstur með 143 atkvæði. Sigurbjörn Þór Jakobsson fékk 138, Margrét Melstað 123 og Ásta Fönn Flosadóttir 85. Öll ná þau kjöri í hreppsstjórn.