Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Fjármagn ekki tekið af öðrum málaflokkum

21.09.2015 - 08:15
epa04937910 Syrian refugees waking up after sleeping at the Istanbul-Edirne highway as they wait for permission to pass Turkish Greek border to reach Germany in Edirne, Turkey 19 September 2015. Turkey has spent 7.6 billion US dollar on caring for 2.2
 Mynd: EPA
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að þeir fjármunir sem áætlað er að verði úthlutað til málefna flóttamanna muni draga úr tekjuafgangi ríkissjóðs. Ekki komi til nýrra tekjustofna né niðurskurðar í öðrum málaflokkum til að fjármagna verkefnið.

Þetta segir Bjarni í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs var gert ráð fyrir fimmtán milljarða tekjuafgangi ríkissjóðs.

Ríkisstjórnin tilkynnti á laugardag að tveimur milljörðum yrði varið til aðstoðar við flóttamenn og hælisleitendur. Stefnt er því að verja einum milljarði króna til aðgerða strax á þessu ári og einum milljarði króna á því næsta. Fénu verður varið til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök, til móttöku flóttafólks og hælisleitenda til Íslands og til aðgerða sem geta hraðað afgreiðslu hælisumsókna hér á landi. Fjárhæðin í ár kemur af fjáraukalögum.