Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Fjárlög samþykkt, þinghaldi frestað

30.12.2017 - 00:38
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Þingfundi var slitið skömmu eftir miðnætti og þinghaldi frestað til mánudagsins 22. janúar. Á þessum síðasta þingfundi ársins, sem hófst um hálf ellefu í morgun, voru hvort tveggja fjárlög og fjáraukalaög afgreidd og samþykkt með 34 greiddum atkvæðum, eftir nokkrar umræður. 24 sátu hjá í báðum tilfellum en engin mótatkvæði komu fram. Engar breytingatillögur minnihlutans hlutu brautargengi. Loks var samþykkt tillaga allsherjar- og menntamálanefndar um að veita 76 manns íslenskan ríkisborgararétt.

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði áður en fundum Alþingis var frestað að hann þakkaði alþingismönnum samstarfið við þessar óvenjulegu aðstæður síðustu daga sem sýndu að Alþingi hefði staðist prófið.

Þótt þinghaldi hafi verið frestað til 22. janúar munu nefndir byrja að funda eitthvað fyrr. Þannig hefur verið boðað til fundar í Íslandsdeild Norðurlandaráðs hinn 16. janúar og forsætisnefnd hittist þann 19.
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV