Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fjárlög afgreidd til annarrar umræðu

15.09.2018 - 00:50
Mynd með færslu
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Fyrstu umræðu Alþingis um Fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 lauk rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld með atkvæðagreiðslu. Samþykkt var að vísa fjárlögunum áfram til fjárlaganefndar þaðan sem lögin fara til annarrar umræðu á Alþingi. Frumvarpið var kynnt á þriðjudag. Umræður hófust í gær eftir að Bjarni Benediktsson hafði kynnt frumvarpið.