Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fjarlægja „milljónir“ ólöglegra innflytjenda

18.06.2019 - 08:28
epa07649448 (FILE) - US President Donald J. Trump talks about a page from the United States-Mexico-Canada Agreement (USMCA) as he responds to a question from the news media on the South Lawn of the White House in Washington, DC, USA, 11 June 2019 (reissued 15 June 2019). Mexico has released a document that US President Donald Trump had previously presented to the press as a secret additional agreement to the migration agreement between the two countries. The agreement provides for the elaboration of another 'binding' bilateral agreement on the subject of migration. In principle, Mexico is to agree to the withdrawal of refugees from third countries who have arrived in the United States via its territory.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandarísk yfirvöld ætla að flytja „milljónir“ ólöglegra innflytjenda úr landi í umfangsmiklum aðgerðum sem hefjast í næstu viku. Frá þessu greindi Donald Trump forseti á Twitter-síðu sinni í gær.

Landamærastofnun ICE stýrir aðgerðunum og verður fólk flutt úr landi eins fljótt og það kemur yfir landamærin tísti Trump.

Háttsettur embættismaður í stjórn Trump sem AP ræddi við og vildi ekki láta nafn síns getið segir að áhersla verði lögð á að flytja þá úr landi sem fengið hafa lokaskipun um brottvísun.

Vilja senda skýr skilaboð

Óvanalegt er að yfirvöld tilkynni um slíkar aðgerðir áður en þær hefjast en stjórn Trumps telur að harðar aðgerðir hafi fyrirbyggjandi áhrif og sendi skýr skilaboð til þeirra sem hafa í hyggju að fara ólöglega yfir landamærin að Mexíkó um að slíkt sé ekki þess virði.

Undanfarið hefur Trump hótað sífellt meiri hörku til að stemma stigu við straumi fólks frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna, sem aukist hefur mikið í forsetatíð hans. Hann dró fyrir skömmu til baka hótanir sínar um að leggja refsitolla á Mexíkó eftir að yfirvöld þar ákváðu að senda þjóðvarðlið að landamærunum og auka samvinnu við Bandaríkin til að hindra komu fólks.

Mexíkóskur embættismaður sagði í samtali við AP að um 4.200 manns á dag hafi farið ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna fyrir þremur vikum en nú væri sú tala komin niður í 2.600. Þessu hefur forsetinn lýst sem „innrás“ en fólkið er einkum að flýja glæpi og fátækt.

Í gær tilkynntu yfirvöld í Washington að engar frekari fjárhagslegrar aðstoðar væri að vænta til Ekvador, Gvatemala og Hondúras nema gripið yrði til róttækra aðgerða til að stemma stigu við þeim fjölda sem þaðan leggur leið sína til Bandaríkjanna.

Trump tísti einnig um að Gvatemala væri reiðubúið til að undirrita samning sem gerir landið að öruggri höfn fyrir innflytjendur, svo senda megi þá sem sækja um hæli í Bandaríkjunum þangað. Virðist því að hótanir hans hafi haft tilætluð áhrif á stjórnvöld í Gvatemala.

Hefur kosningabaráttu í kvöld

Innflytjendamál voru hornsteinn kosningabaráttu Trumps 2016 og aukin áhersla hans á málaflokkinn nú er tilraun hans til að fylla stuðningsfólk sitt eldmóði fyrir kosningarnar á næsta ári.

Á fjöldafundi í Orlando í Flórída í kvöld kynnir Trump formlega framboð sitt til endurkjörs.