Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga eykst

Mynd með færslu
 Mynd:
Jafnmargir þáðu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum á Vestfjörðum í fyrra og í hittifyrra en nokkur breyting varð á hópnum milli ára. Á vef bæjarins besta er fjallað um tölur sem Hagstofa Íslands birti nýlega.

Þar  kemur fram að 51 vestfirsk fjölskylda sem fékk stuðning í fyrra hafði ekki fengið hann árinu áður. Meðalgreiðsla hafði líka lækkað úr tæplega 67 þúsund krónum í tæplega 29 þúsund krónur.

Útgjöld sveitarfélaganna hækkuðu engu að síður um 40% því þiggjendur fengu stuðning lengur í fyrra en árinu áður,  rúma átta mánuði í stað tveggja og hálfs. 

Allt útlit sé fyrir að kostnaðurinn  aukist áfram á þessu ári. Fjárveiting til stuðningsins hafi nýlega verið hækkuð í Ísafjarðarbæ þar sem fyrri fjárveiting var nær uppurin. Svipaða sögu er að segja frá Súðavíkurhreppi, en þar hefur kostnaður við fjárhagsaðstoð tvöfaldast frá áætlun.