
Fjarðalistinn leiðir þreifingar í Fjarðabyggð
Hinir flokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Miðflokkur gætu líka myndað meirihluta en Miðflokkurinn beindi spjótum sínum mjög að meirihlutaflokkunum í aðdraganda kosninga og gagnrýndi þá harðlega fyrir fjármálastjórn. Oddviti Sjálfstæðismanna gaf í skyn á framboðsfundi í Neskaupstað að hann teldi erfitt að vinna með Miðflokknum. Rúnar Gunnarsson, oddviti Miðflokksins, sagði í samtali við RÚV í morgun að hvorki Sjálfstæðismenn né Framsókn hafi haft samband og líst yfir áhuga á því að Miðflokkurinn kæmi inn í meirihluta með þeim.
Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust oddvitar Fjarðalistans og Framsóknar í gær og ætlar Fjarðalistinn að ræða við Miðflokkinn klukkan fjögur í dag. Fréttastofan hefur ekki upplýsingar um hvort Fjarðalistinn hefur rætt við Sjálfstæðismenn.