Fjarðabyggð sigraði Fljótsdalshérað í Útsvari

09.09.2016 - 21:24
Mynd með færslu
 Mynd:
Fyrsta viðureign vetrarins í spurningaþættinum Útsvari lauk með sigri Fjarðabyggðar í kvöld. Fjarðabyggð fékk 85 stig en Fljótsdalshérað 54.

Þess má geta að lið Fljótsdalshéraðs bar sigur úr býtum í úrslitum Útsvars fyrr á þessu ári. Lið Fjarðabyggðar skipar Davíð Þór Jónsson, Hákon Ásgrímsson og Heiða Dögg Liljudóttir. Keppendur Fljótsdalshéraðs eru þau Björg Björnsdóttir, Hrólfur Eyjólfsson og Stefán Bogi Sveinsson.

 

Hjálmar Friðriksson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi