Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Fjallað erlendis um álfatrú Hraunavina

22.12.2013 - 22:42
Mynd með færslu
 Mynd:
Bandaríska fréttaveitan Associated Press birti grein í dag þar sem fjallað ítarlega um Hraunavini og baráttu þeirra við að koma í veg fyrir lagningu vegar í Gálgahrauni.

Greinin var meðal annars birt á vef breska blaðsins Guardian, sem er ein vinsælasta enskumælandi fréttasíða heims. Í greininni eru fjölmargar rangfærslur. Þar er því meðal annars haldið fram að Hraunavinir séu upp til hópa álfatrúarfólk. Þá er því einnig haldið fram að látið hafi verið af veglagningunni á meðan beðið væri eftir úrskurði Hæstaréttar um hvort veglagningin væri lögleg. Greinarhöfundur ræðir meðal annars við Ragnhildi Jónsdóttur, sem hefur boðið upp á álfagöngur í Hafnarfirði um árabil. Hún segir að það yrði gífurlegt áfall ef vegurinn yrði lagður um hraunið, bæði fyrir álfa og menn.