Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Fjaðrir

Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Hljómsveitin SUNDAY mun flytja lagið Fjaðrir, í hljómsveitinni eru Hildur Kristín Stefánsdóttir, Guðfinnur Sveinsson, Vignir Rafn Hilmarsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir.

Flytjendur og höfundar lags og texta:

Fullt nafn: Hildur Kristín Stefánsdóttir og Guðfinnur Sveinsson

Aldur: Hildur er 27 ára, Guffi er 25 ára.

Fyrri störf í tónlist: Hildur er söngkona Rökkurróar og hefur spilað á selló í þó nokkurn tíma. Guffi er gítar- og hljómborðsleikari í For a Minor Reflection og hefur lagt stund á klassískt píanó- og söngnám. Við vinnum svo saman hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Plain Vanilla. 

Hver er forsaga lagsins: Við sömdum lagið og textann í haust. Lagið fjallar um tvo fugla sem skiljast að. Þeir vilja elskast en eitthvað utanaðkomandi kemur í veg fyrir það. Minningar þeirra koma líka í ljós, minningar um góðar stundir saman. 

Var lagið samið fyrir Eurovision/Söngvakeppnina: Já, við ákváðum að gera Eurovisionlag saman síðasta sumar og gera lag sem við trúum 100% á. Þetta lag, sem við erum svo stolt af, kom út úr því og við hlökkum til að flytja það fyrir land og þjóð.

 

Fjaðrir

Ég finn fjaðrir þínar falla,

ég sé þig breyta um lit.

Skýjaborgir skyggja á þig,

þú ferð ekki á flug.

 

Hugsar þú til mín?

Við eigum nóttina,

finnum stjörnurnar,

við förum lengra en þær.

Saman látum við augu okkar lýsa.

 

Frostið tekur völdin,

brýtur vængi þína,

máttlaus um myrka nótt.

 

Fallnar fjaðrir þínar tættar,

liggja á víð og dreif.

Bilið milli okkar breikkar,

ég sé þig síðar meir.

 

Sjáðu stjörnurnar,

komdu út í nóttina,

augu okkar lýsa.

 

Frostið tekur völdin,

brýtur vængi þína,

máttlaus um myrka nótt.

 

Mannstu þá við tvö,

mannstu þá við flugum hátt.

Sjáðu nú, við hröpum,

í sitthvora átt.

 

Frostið,

brýtur,

máttlaus um myrka nótt.

 

Frostið tekur völdin,

brýtur vængi þína,

máttlaus um myrka nótt.