Fjaðrárgljúfur lokað í níu vikur í viðbót

28.03.2018 - 11:26
Mynd með færslu
 Mynd: Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að framlengja lokun í Fjaðrárgljúfri um níu vikur. Göngustígurinn þar hefur verið lokaður í tæpar tvær vikur. Stofnunin segir í tilkynningu að það sé ljóst að ekki sé raunhæft að opna strax vegna aurbleytu og slæms ástands á göngustíg.

Fjármagni hafi verið úthlutað úr landsáætlun til bráðaaðgerða á göngustígum, auk þess sem unnið sé að varanlegum lausnum á göngustígum og stýringu á gangandi umferð um svæðið.

Þegar tillögur um úrbætur liggi fyrir hyggst Umhverfisstofnun, í samráði við landeigendur og sveitarfélagið Skaftárhrepp, fara í nauðsynlegar aðgerðir svo að hægt verði að opna svæðið fyrir gestum. Svæðið verði opnað í síðasta lagi fyrsta júní. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi