Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Finnur Orri á miðjuna hjá KR

Mynd: RÚV / RÚV

Finnur Orri á miðjuna hjá KR

02.12.2015 - 16:08
Knattspyrnumaðurinn Finnur Orri Margeirsson er genginn í raðir KR en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Vesturbæjarstórveldið í dag. „Hann (Bjarni þjálfari) ætlar að spila mér á miðjunni með Michael Præst og ég er bara spenntur fyrir því samstarfi.“ sagði Finnur Orri í viðtali við RÚV

Finnur Orri er uppalinn hjá Breiðabliki en hann lék með Lilleström í Noregi í sumar eftir stutta dvöl hjá FH. Finnur segir að fleiri félög hafi borið víurnar í hann og játti því aðspurður að um væri að ræða liðin sem stefna á toppbaráttuna, FH, Breiðablik og Stjörnuna.

„Síðan voru einhver önnur félög sem höfðu samband en við fórum aldrei lengra með það. KR ingar sýndu mér mestan áhuga og mér fannst það mest spennandi kosturinn.“

Viðtalið við Finn Orra má sjá í spilaranum hér að ofan.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Bjarni G: Eitt lið á Íslandi í atvinnumennsku