Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Fimmti hver starfsmaður er innflytjandi

30.08.2018 - 10:00
Mynd með færslu
Pólska verktakafyrirtækið G&M pakkaði saman og fór á dögunum, en skildi umsamið verk eftir óklárað, sveik pólska starfsmenn sína um laun og íslenskt samfélag um skattgreiðslur. Mynd:
Um það bil fimmti hver starfsmaður á íslenskum vinnumarkaði er innflytjandi, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag. 201 þúsund manns voru í vinnu á öðrum ársfjórðungi og af þeim voru 37 þúsund innflytjendur, 18,6 prósent af heildinni. Þetta hlutfall hefur aldrei verið hærra. Árið 2007 fór hlutfallið hæst í tæp fjórtán prósent.

Mikill meirihluti innflytjendanna sem hér var við störf í apríl til júní er með lögheimili hér á landi, rúmlega 32 þúsund manns. 5.280 eru með lögheimili erlendis. Um 21.500 karlar voru hér við störf og um 14.400 konur. Í skráningu Hagstofunnar eru þeir skilgreindir sem innflytjendur sem eru fæddir erlendis og hverra foreldrar afar og ömmur eru líka fædd erlendis. Aðrir teljast hafa íslenskan bakgrunn.

Innflytjendum á vinnumarkaði fjölgaði mikið á fyrstu árum aldarinnar. Þeim tók að fækka aftur eftir að hafa náð hámarki árið 2007 og fækkaði mikið eftir hrun. Þeim hefur fjölgað mikið á ný í uppsveiflu síðustu ára.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV