Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Fimm vildu stýra Mýrdalshreppi – auglýst aftur

Mynd með færslu
 Mynd: Þórir Níels Kjartansson - Mýrdalshreppur
Fimm sóttu um starf sveitarstjóra Mýrdalshrepps sem auglýst var laust til umsóknar 15. júní síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 30. júní. Í fundargerð sveitarstjórnar frá í gær kemur fram að ákveðið hafi verið að framlengja umsóknarfrestinn til 15. júlí og auglýsa aftur.

„Við sáum að það voru fleiri umsóknir víða annars staðar og mátum það sem svo að áhuginn á starfinu gæti mögulega verið meiri en þessar fimm umsóknir gáfu til kynna,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar. „Í þessari ákvörðun felst hins vegar engin höfnun á þessum fimm umsækjendum – við lítum bara svo á að við séum að framlengja umsóknarfrestinn,“ segir hann.

Fréttastofa óskaði eftir að fá listann yfir umsækjendurna fimm en fékk þau svör frá Ásgeiri Magnússyni, núverandi sveitarstjóra, að hann yrði ekki birtur fyrr en að loknum hinum framlengda umsóknarfresti.

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV