Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fimm óbreyttir borgarar féllu í loftárás Sáda

23.09.2019 - 06:15
epa07854279 A man inspects the debris of a destroyed house allegedly hit by a previous Saudi-led airstrike in Sana'a, Yemen, 19 September 2019. Yemen has been in the grip of a devastating power struggle between the Saudi-backed government and the Houthi rebels since late 2014, which sparked a full-blown armed conflict in March 2015 when the Saudi-led military coalition launched an airstrike campaign against the Houthis, claiming the lives of almost 100,000 people and displacing more than 3.6 million.  EPA-EFE/YAHYA ARHAB
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Talsmaður uppreisnarsveita Húta í Jemen greindi frá því í morgun að fimm óbreyttir borgarar úr sömu fjölskyldu hefðu látið lífið í loftárás Sádi-Araba og eða bandamanna þierra í Omran-héraði í morgunsárið. Í frétt Al-Mashirah- sjónvarpsstöðvarinnar, sem haldið er úti af uppreisnarmönnum, segir að sprengjum hafi verið varpað á mosku þar sem fjölskyldan var við bænahald. Tveggja barna úr fjölskyldunni er enn saknað.

Hútar gerðu Sádi-Aröbum og bandalagsríkjum þeirra tilboð um helgina, þar sem þeir hétu því að láta af öllum eldflauga- og drónaárásum á skotmörk í Sádi Arabíu, gegn því að hernaðarbandalagið hætti loft- og eldflaugaárásum á yfirráðasvæði Húta í Jemen.