Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fimm látnir í námuslysi í Tékklandi

21.12.2018 - 01:23
Mynd með færslu
 Mynd:
Fimm námuverkamenn eru látnir eftir gassprengingu í námu í Karvina í austurhluta Tékklands í dag. Ivo Celechovsky, talsmaður OKD námuvinnslufyrirtækisins tjáði AFP fréttastofunni að auk þeirra séu tíu til viðbótar slasaðir og átta saknað.

Sprengingin varð á fimmta tímanum í dag vegna metangasbruna að sögn Celechovsky. Hann sagðist nokkuð viss um að hinir fimm látnu væru allir pólskir verkamenn, en þess sé beðið að björgunarstörfum ljúki.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV