Fimm féllu í sjálfsmorðsárás í Kabúl

epa08210235 Firefighters wash the site of a suicide attack which targeted the entrance gate of Marshal Fahim Military Academy in Kabul, Afghanistan, 11 February 2020. According to security officials, at least five people, including civilians, were killed and 11 others wounded.  EPA-EFE/HEDAYATULLAH AMID
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst fimm létu lífið og tólf særðust í sjálfsmorðsárás í Kabúl í morgun. Sjónarvottar greina frá því að öflug sprengja hafi sprungið við inngang herskóla í borginni um sjöleytið að staðartíma. Nasrat Rahimi, talsmaður innanríkisráðuneytisins, segir að þrír hermenn og tveir óbreyttir borgarar hafi fallið í árásinni, auki árásarmannsins.

Af þeim tólf sem fórust voru  fimm óbreyttir borgarar en sjö hermenn. Sprengingin í morgun var fyrsta meiriháttar árásin í borginni um þriggja mánaða skeið. Í nóvember féllutólf manns þegar bifreið, hlaðinni sprengiefni, var ekið á aðra bifreið á háannatíma. Fríðarviðræður milli Bandaríkjamanna og Talibana hafa staðið í um það bil ár, með hléum þó, og liggja þær niðri um þessar mundir. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi