Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fimm eiga yfir höfði sér dauðarefsingu

15.11.2018 - 11:03
Erlent · Asía · Khasoggi
Fimm sádiarabískir embættismenn eiga yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Ríkissaksóknari Sádi-Arabíu greindi frá þessu í morgun.

Hann staðfesti að Khashoggi hefði verið myrtur í skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Saksóknarinn sagði að til átaka hefði komið og hefðu fimmmenningarnir gefið Khashoggi banvænan lyfjaskammt, bútað lík hans sundur og komið líkamsleifunum undan.

Yfirvöld í Sádi-Arabíu segjast hafa handtekið átján menn í tengslum við rannsóknina á morðinu á Khashoggi. Stjórnvöld í Tyrklandi vilja fá þá framselda og sótta til saka þar í landi.