Fimm ára kjarasamningur við Norðurál

18.03.2015 - 10:34
Mynd með færslu
 Mynd:
Kjarasamningur milli Norðuráls á grundartanga og starfsmanna þeirra var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærkvöld. Samningurinn gildir til ársloka 2019, eða til fimm ára.

 Hann nær til starfsmanna Norðuráls hjá Félagi iðn- og tæknigreina, Verkalýðsfélagi Akraness, Stéttarfélagi Vesturlands, VR og Rafiðnaðarsambandi Íslands.  Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og lýkur svo atkvæðagreiðslu um hann 26. mars.

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir þetta tímamótasamning því að í fyrsta skipti, að honum vitanlega, sé skrifað undir samning fyrir verkafólk og iðnaðarmenn sem byggist á því að launahækkanir taki mið af launavísitöluhækkunum Hagstofunnar.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi