Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

FIFA-toppar hækkuðu eigin laun um 10 milljarða

03.06.2016 - 14:01
Erlent · fifa
epa04854241 FIFA president Joseph S. 'Sepp' Blatter is pictured while banknotes thrown by British comedian Simon Brockin hurtle through the air during a press conference following the extraordinary FIFA Executive Committee at the FIFA
Sepp Blatter á fundi FIFA, þar sem breskur grínisti kastaði seðlum yfir hann.  Mynd: EPA - KEYSTONE
Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og tveir samstarfsmenn hans, hækkuðu laun sín um jafnvirði tíu milljarða króna á fimm árum. Þetta fullyrtu lögfræðingar FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, í dag. Þremenningarnir eru, auk Blatters, þeir Jerome Valcke, fyrrverandi aðalritari knattspyrnusambandsins og Markus Kattner, fyrrverandi fjármálastjóri.

Þeir eru grunaðir um að hafa misfarið með fé FIFA. Lögregluyfirvöld í Sviss réðust í gær í húsleitir þar sem lagt var hald á skjöl og rafræn gögn. Húsleitin var gerð vegna rannsóknar á Blatter og Valcke. Lögfræðingar FIFA fullyrða Blatter, Valcke og Kattner hafi unnið að því í sameiningu að verða ríkir á kostnað sambandsins. Upplýsingum um mál þremenninganna hafi verið komið áfram til yfirvalda í Bandaríkjunum og Sviss.