Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ferskir vindar í Garði í fimmta sinn

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Ferskir vindar í Garði í fimmta sinn

02.01.2018 - 19:46

Höfundar

Fjörutíu listamenn af tuttugu og einu þjóðerni eru þátttakendur í alþjóðlegu listahátíðinni Ferskir vindar sem fram fer í Garði á næstu dögum. Er þetta í fimmta skiptið sem hátíðin er haldin.

Verkin verða sýnd verða víða um Garðinn í janúar og eru af ýmsum toga, en hópur þáttakenda er sérlega fjölbreyttur og vinna listamenn á marga ólíka miðla, þar á meðal hljóð, innsetningar, textíl, ljóð, höggmyndir og vídjó. Helstu vinnustaðir listamanna eru í báðum vitum á Garðskaga, áhaldahúsi bæjarins, sýningarsal á bæjarskrifstofu Garðs og í samkomuhúsi Garðs. Sum listaverkanna eru gerð utanhúss og munu standa til framtíðar. 

Opnunarhátíð fer fram laugardaginn 6. janúar klukkan 14:00 að Sunnubraut 4 í Garði í sýningarsal bæjarskrifstofu. Þá verður gestum boðið að þiggja ferð í rútu milli listaverka, þar sem listamennirnir kynna sín verk.

Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er listakonan Mireya Samper en hún hefur stýrt öllum hátíðunum. 

Vefsíða hátíðarinnar er hér.