Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ferry í sparifötunum í München

Ferry í sparifötunum í München

12.05.2016 - 12:42

Höfundar

Bryan Ferry verður á línunni í Rokklandi á sunnudaginn. Hann verður á sviðinu í Eldborg á mánudaginn og í Konsert í kvöld bjóðum við upp á tónleika sem þýska útvarpið; Bayerischer Rundfunk - Bayern 2 hljóðritaði í Munchen 14. september í fyrra.

Ferry sem er sjötugur sendi síðast frá sér plötu 2014. Hún heitir Avonmore og er fimmtánda hljóðversplatan hans, en þá eru plötur hljómsveitarinnar Roxy Music ekki taldar með.

Ferry kom hingað til Íslands 2012 og hélt þá tvenna tónleika í Eldborg. Hann er að ferðast um norðurlöndin þessa dagana og kemur hingað beint frá Kaupmannahöfn þar sem hann syngur og spilar á morgun.

Bruce Springsteen kemur líka við sögu í Konsert, við heyrum nokkur lög frá tónleikum sem fóru fram í Seattle í mars. Hann spilaði þá í tæpa fjóra tíma, 35 lög og meðal annars alla River plötuna sem kom út 1980, tvöfalt albúm sem hefur að geyma 20 lög.

Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Tengdar fréttir

Popptónlist

60 ára KK og vinir hans í Eldborg

Popptónlist

Aldrei aftur og Thom Yorke og Young á Bridge

Popptónlist

Jón og Friðrik á Heimavelli en Eivör HEIMA