Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Ferilskrárnar voru aðgengilegar á netinu

07.03.2013 - 14:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Ferilskrár hundraða umsækjenda um störf voru aðgengilegar á undirsíðu á vef raftækjaverslunarinnar Elko. Af dagsetningum á vefnum mátti ráða að sumar ferilskrárnar væru orðnar allt að sjö ára gamlar en að nokkrar hafi verið sendar fyrirtækinu á síðustu dögum.

Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, segist enga skýringu eiga á því að þetta hafi gerst. Upplýsingar sem þessar eigi ekki að vera aðgengilegar og um leið og fyrirtækið fékk ábendingu um þetta síðdegis í dag var síðunni með ferilskránum eytt. Nú gaumgæfi starfsmenn fyrirtækisins og fyrirtækja sem veita Elko tölvuþjónustu málið og reyni að komast að því hvað fór úrskeiðis og hversu lengi upplýsingarnar hafi verið sýnilegar á vef fyrirtækisins.