Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ferðaþjónustu fatlaðra breytt í Hafnarfirði

Mynd með færslu
 Mynd:
Hafnarfjarðarbær greiddi 1,3 milljónir króna að meðaltali fyrir hvern þann sem nýtti sér ferðaþjónustu fatlaða árið 2017. Bærinn ætlar að hætta samstarfi við hin sveitarfélögin um þjónustuna. 

Hafnarfjarðarbær ætlar ekki að halda áfram samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu fatlaðra, frá áramótum. Þá rennur samningur sveitarfélagana við Strætó út. Kostnaður Hafnarfjarðar á árinu 2017 vegna þjónustunnar var 230 milljónir króna auk kostnaðar við rekstur þjónustuvers Strætó. Á árinu 2017 nýttu samtals 256 sér ferðaþjónustuna. Það þýðir að Hafnarfjarðarbær greiddi að jafnaði 900 þúsund krónur á mann fyrir þjónustuna. Fjölskylduráð bæjarins hefur samþykkt að fela starfshópi að undirbúa útboð og að í hópnum verði fulltrúi frá ráðgjafaráði fatlaðra.  2014 þegar Hafnarfjörður var ekki í samstarfi við hin sveitarfélögin var kostnaður bæjarins 84 milljónir.  Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Kópavogur eiga aðild að samningnum við Strætó. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur málið fyrir á fundi sínum á morgun.