Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ferðaþjónusta í miðri Þjórsá

27.09.2017 - 09:56
Mynd: Einar Rafnsson / RÚV/Landinn
„Mig langaði að skapa mér einhverjar tekjur hérna í eyjunni til að ég gæti búið hérna,“ segir Hákon Kjalar Hjördísarson sem hefur hreiðrað um sig í gömlu húsi á lítilli eyju í miðri Þjórsá, Traustholtshólma.

Hákon hefur síðustu tvö sumur tekið á móti ferðamönnum í eyjunni og selt þeim gistingu í mongólskum tjöldum. „Erlendir ferðamenn eru sólgnir í þessa einangrun og frið sem hér er að finna, enda er þetta einstakur staður. Síðan þykir þeim mikið sport að borða lax beint upp úr ánni,“ segir Hákon. 
 

gislie's picture
Gísli Einarsson