Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ferðamenn óku mótorhjólum utanvegar

07.09.2018 - 23:28
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystr
Frönskum ferðamönnum var gert að greiða samtals 400 þúsund krónur í sekt fyrir utanvegaakstur austan Öskju. Landverðir höfðu hendur í hári ökumannanna, sem gengust við brotum sínum.

Ferðamennirnir óku um á fjórum torfæru ferðamótorhjólum á rúmlega kílómetra kafla frá Herðubreiðartöglum, suðaustur í átt að Upptyppingum, austan við Öskju. 

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að mótorhjólin hafi skilið eftir sig djúp hjólför á svæðinu. Ökumennirnir gáfu sig fram á lögreglustöðinni á Akureyri vegna málsins tveimur dögum eftir atvikið, þar sem hver og einn þeirra greiddi 100 þúsund krónur í sekt.

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV