Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Ferðamenn hundsa lokanir við Gullfoss

09.05.2015 - 17:31
Mynd með færslu
 Mynd: Kári Gylfason - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Kári Gylfason - RÚV
Fjöldi ferðamanna skeytti engu um viðvörunarskilti við Gullfoss í dag og klofaði yfir keðju sem strengd hafði verið fyrir göngustíginn vegna slysahættu. Tugir ferðamanna voru á lokaða svæðinu þegar þessar mynd voru teknar við Gullfoss í dag.

Stígnum var lokað í vetur vegna skemmda og ekki hefur verið talin ástæða til að aflétta lokunum við fossinn. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV