Ferðamenn fastir á Öxi

26.12.2017 - 00:17
Mynd með færslu
 Mynd: Leiðir inn á Mið Austurland - LMI
Björgunarsveitarmenn frá Djúpavogi voru kallaðir út á tíunda tímanum í kvöld vegna ferðamanna sem voru á leið til Egilsstaða, en sátu fastir á Breiðdalsheiði. Það héldu ferðamennirnir í það minnsta, en eftir nokkra leit fundust ferðalangarnir á Axarvegi fyrir ofan Berufjörð rétt fyrir klukkan ellefu. Þar var bíllinn fastur í snjó og hafði verið í einhvern tíma.

Björgunarsveitarmenn náðu að losa bílinn og fylgja honum niður að þjóðvegi 1. Þaðan héldu ferðamennirnir leið sinni áfram um suðurfirði Austfjarða áleiðis til Egilsstaða, segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörg.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi