Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Ferðamenn eyða meira fé en áður

30.08.2013 - 10:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Erlendir ferðamenn eyddu rúmlega 17 prósentum meira að meðaltali með greiðslukortum sínum hér á landi í júlímánuði en í sama mánuði í fyrra.

Greiðslukortavelta þeirra í júlí nam liðlega þrettán milljörðum króna, sem þýðir að hver ferðamaður greiddi með kortunum sínum 106 þúsund krónur að meðaltali. Mestu var varið í gistingu, eða um fjórðungi fjárins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.