Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ferðalag manneskju sem er að þroskast

Mynd: Emmsjé Gaut / facebook

Ferðalag manneskju sem er að þroskast

10.11.2018 - 13:42

Höfundar

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti gaf út sína fimmtu breiðskífu, Fimm, á dögunum. Þar þykir Gauti leita meira inn á við og horfa til baka á líf sitt og störf hingað til. Ilmur Stefánsdóttir, Unnsteinn Manúel Stefánsson og Þórdís Gísladóttir rýndu í Fimm í Lestarklefanum.

„Það má ekki gleyma því að Gauti er búinn að vera mjög lengi í bransanum, hann kemur næstum því upp úr fyrstu rappbylgjunni og heldur þessu gangandi, á meðan fólk hélt að þetta væri bara grín þegar hann var að byrja.“ segir tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Unnsteinn Manúel um Emmsjé Gauta og þær vangaveltur að honum sjálfum þyki hann gamall í brananum. „Mér finnst þetta aðdáunarvert. Það er svolítið þannig sem ég les í það þegar rætt er um að hann sé forn í þessu, hann er bara á mjög góðum stað,“ bætir Unnsteinn við. 

Ilmur Stefánsdóttir myndlistarmaður og leikmyndahönnuður er hrifin af þeirri leið sem Gauti virðist vera á. „Mér finnst hann hugrakkur, Ég skynja það að hann er að leyfa sér að vera dálítið mjúkur. Þetta er í allri umræðunni sem er í gangi um kynin, mörk og hvernig við umgöngumst hvert annað. Mörk og markaleysi. Mér finnst gaman hvernig Gauti er búinn að fara í gegnum stórt spektrum, það er hægt að taka hann sem dæmi, skoða textana hans og það sem hann er búinn að gera og maður sér einmitt ferðalag manneskju sem virðist vera að þroskast. Og mér finnst hann vera að þroskast fallega,“ segir Ilmur Stefánsdóttir.

Hægt er að horfa á Lestarklefann í heild sinni hér en hann er á dagskrá klukkan 17:03 alla föstudaga og útvarpað í beinni á Rás 1 og í mynd á menningarvef RÚV.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Ástir trölla, rappari í sjálfskoðun og Róf

Leiklist

Fólk sem er andstyggilegt hvert við annað

Menningarefni

Listin má vera skemmtileg

Kvikmyndir

Harmræn ástarsaga sem tikkar í öll boxin