Fengu litla hjálp við leitina

27.12.2011 - 19:17
Mynd með færslu
 Mynd:
Systir konu sem talið er að myrt hafi verið af bandarískum eiginmanni sínum segir sárt að fá ekki að vita með vissu um afdrif systur sinnar. Litla sem enga hjálp hafi verið að hafa hjá stjórnvöldum.

Ragna Esther Sigurðardóttur giftist í stríðslok í Reykjavík bandarískum hermanni, Emerson Lawrence Gavin, eða Larry eins og hann var kallaður, og flutti með honum til Portland í Oregon. Þau eignuðust tvö börn en skildu í kjölfar mikils ofbeldis sem Larry beitti eiginkonu sína.

Systir Estherar,  Dagný Karlsen, og aðrir ættingjar hafa í öll þessi ár leitað að Esther og börnunum. Pabbi systranna hóf leitina upp úr 1950.

„En hann fékk aldrei neitt. Hann fór í gegnum utanríkisráðuneytið og það komst ekkert upp úr því.“

Hann reyndi að fá Esther heim en tókst ekki að ná sambandið við hana. Seinna kom í ljós að Larry hafði barið Esther svo illa að eitt sinn þurfti hún að liggja á sjúkrahúsi í hálfan mánuð, eins og kemur fram í dómsskjölum.

Leitin að Esther vakti áhuga Lillýjar Valgerðar Oddsdóttur og tókst henni að grafa upp málsskjöl af netinu þar sem fram kom að börnin hefðu verið ættleidd þegar þau voru sex og þriggja ára og fengið ný nöfn, Robert og Debra.

Dagný og ættingjarnir hafa náð sambandi við Róbert.

„Hann man eftir mömmu sinni, hann man eftir augunum í henni. Mér líður betur að vera búin að finna barnið hennar en mér finnst þetta hræðilegt að vita ekki meira um örlög hennar,“ segir Dagný.

Síðasta minning Roberts af Esther er þar sem faðir hans stendur með hníf yfir henni og Robert telur að þarna hafi hann orðið vitni að morði föður síns á móður sinni. Dagnýju finnst erfitt að vita ekki fyrir víst örlög systur sinnar.

„Maður getur ekki ásakað neinn nema maður vitið það.“

Dagny hittir Larry hér í stríðinu og kunni ekki vel við hann.

„Og það getur verið að orsökin sé sú að ég var búin að þekkja Esther frá því hún fæddist og hún var mér voða kær.“

Dóttir Estherar dó fyrir ellefu árum. Hún var með þroskahömlun og er talið að hún hafi skaddast í móðurkviði þegar Larry lét höggin dynja á Esther.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi