Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Fengu fé frá FIFA fyrir að fara ekki í mál

04.06.2015 - 17:48
Erlent · fifa · Evrópa
epa01994742 (FILE) A file photograph showing French player William Gallas (L) watching as French captain Thierry Henry (R) appearing to control the ball before kicking it to Gallas, who headed a goal from close range, giving France a 1-1 draw in the
 Mynd: EPA - MAXPPP FILE
Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA greiddi írska knattspyrnusambandinu milljónir evra til að afstýra málsókn eftir að Frakkar tryggðu sér sæti í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Suður-Afríku á kostnað Íra.

Frakkar komust áfram á ólöglegu marki eftir að Thierry Henry handlék boltann og gaf fyrir á félaga sinn William Gallas sem skoraði markið sem skipti sköpum. John Delaney, framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins, viðurkennir að hafa fengið fé frá FIFA, en vill ekki gefa upp hversu mikið. Fjölmiðlar telja það hafa numið allt að fimm milljónum evra eða jafnvirði rúmlega 740 milljóna króna. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV