Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Féll á vespu og fótbrotnaði

14.12.2015 - 15:43
íslenskur sjúkrabíll.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Maður féll á litlu rafmagnsvélhjóli í Hveragerði um hádegisbilið. Hált var á götunni og hjólið mun hafa runnið til. Ökumaðurinn brotnaði á fæti og var fluttur á Slysadeild Landspítalans í Reykjavík.
Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV