Fékk áhuga á ljósmyndun ellefu ára gamall

Mynd: HallaHarðar / HallaHarðar

Fékk áhuga á ljósmyndun ellefu ára gamall

27.05.2018 - 08:45

Höfundar

Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari sagði Víðsjá frá nokkrum áhrifavöldum í lífi sínu.

„Ég held að ég hafi fengið verulegan áhuga á ljósmyndun þegar ég var ellefu eða tólf ára gamall og sá  ljósmyndir eftir ungan þjóðverja, Hermann Schlenker, sem var á Íslandi og var að ljósmynda fyrir Ragnar Jónsson í Smára og fólk úr listiðnaðinum. Hann kom til Íslands með tveimur félögum sínum frá Stuttgart og ætlaði að vinna fyrir sér hjá bæjarútgerðinni og þegar hann þreyttist á slorinu fór hann og tók mynd af séra Friðrik í Lækjargötunni og færði hana Sigurjóni Ólafssyni. Á þremur sumrum gerði hann bók um Sigurjón Ólafsson og um Ásmund Sveinsson.“

Mynd með færslu
 Mynd: wikiweb
Guernica, Picasso

„Þegar ég fór til New York í fyrsta skipti, rúmlega þrítugur, fór ég í Museum of Modern Art. Þar voru gersemar sem maður sér ekki oft, sérstaklega þá Guernica Picassos og Jómfrúrnar hans Picasso frá Avignon og fleiri verk af þeirri stærðargráðu. Þetta situr í manni ævinlega.“

Mynd með færslu
 Mynd: wikiweb
Les Demoiselles d'Avignon, Picasso.

„Ég ráfaði inn í gallerí í New York árið 1982 og sá myndir eftir Joel Sternfeld, mann sem fór víða um Bandaríkin og ljósmyndaði allskyns kostulega hluti. Sjónarhorn hans var þá sérstaklega nýstárlegt því hann tók hárnákvæmar litmyndir og hann var gjarn á að finna frumkómískar aðstæður.“

Mynd með færslu
 Mynd: wikiweb
Joel Sternfeld.
Mynd með færslu
 Mynd: wikiweb
Joel Sternfeld.

Rætt var við Guðmund Ingólfsson í Víðsjá og hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.