Feðgin dæma saman í íslenska boltanum

Mynd með færslu
 Mynd:

Feðgin dæma saman í íslenska boltanum

27.05.2013 - 11:14
Feðginin Bergur Þór Steingrímsson og Ellen Elísabet Bergsdóttir, 16 ára, hafa verið saman í dómarateymi í 1. deild kvenna í fótbolta í sumar. Þau voru aðstoðardómarar í leik Fylkis og Álftaness síðastliðið föstudagskvöld þar sem RÚV ræddi við feðginin um samstarf þeirra.

Ellen sem er að stíga sín fyrstu skref í dómgæslu hefur lent í aðstæðum þar sem hún þarf að fást við skapheita leikmenn. Aðspurð hvort hún viðurkenni ef hún hefur rangt fyrir sér sagði Ellen. „Ég stend bara á mínu. Ég hef yfirleitt rétt fyrir mér."