Feðgar saman á sviði í hlutverki illmenna

Mynd: RÚV / RÚV

Feðgar saman á sviði í hlutverki illmenna

21.10.2017 - 20:04

Höfundar

Óperan Tosca er frumsýnd í Hörpu í kvöld. Þetta eitt af stærstu verkunum hjá Íslensku óperunni. Tosca er svo vinsæl að þetta er í þriðja skipti sem hún er sett upp hér á landi. Feðgar eru saman í hlutverkum illmenna í óperunni, þeir Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem syngur hlutverk Scarpia, og Fjölnir Ólafsson, sem eri einnig illmenni í sýningunni.

Tosca er ópera um ástir, afbrýðisemi og átök í skjóli umbyltingatíma í pólitík. Þetta er magnaður reyfari. Tónlistin er ólýsanleg. Það má enginn láta þessa sýningu fram hjá sér fara,“ segir Ólafur.

En hvernig finnst Fjölni að syngja með föður sínum sem illmenni? „Ja við erum svipað illa innrættir þannig að það er lítið mál. Ég aðstoða hann í öllum illverkum bæði á óperusviðinu og utan,“ segir Fjölnir.

Það eru sjö ár síðan Ólafur söng sviðsetta óperu hér á landi. „Síðast var það í Gamla bíói sáluga þegar Íslenska óperan átti heima þar. Í kvöld er ég í fyrsta skipti í Hörpu og ég er afskaplega spenntur,“ segir Ólafur. 

Hann hefur sungið óperur í Bandaríkjunum, Þýskalandi og á Norðurlöndunum. 

Fjöldi söngvara og leikara tekur þátt í sýningunni auk hljómsveitar og drengjakórs. Aðeins fimm sýningar eru ráðgerðar.

Tengdar fréttir

Tónlist

Fær að „gjósa eins og Geysir á góðum degi“