Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Fé til styrktar veikri systur

22.10.2010 - 11:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Viktor Snær, ungur knattspyrnudrengur í fimmta flokki ÍR í knattspyrnu fékk góða gjöf frá félögum sínum og foreldum þeirra fyrir nokkrum dögum - 50 þúsund krónur til styrktar veikri systur hans. Drengirnir og foreldrar seldu góðgæti á ÍR vellinum fyrr í haust þegar úrslitakeppni 5. flokks var þar haldin og var ákveðið að ágóðinn rynni til systur Viktors sem glímir við erfiðan og sjaldgæfan sjúkdóm.

Á vefsíðu ÍR segir að þó svo að upphæðin skipti ekki aðalmáli, sé það hugsunin á bak við það að styrkja félaga sinn og fjölskyldu hans sem skipti enn meira máli. Sjálfur safnaði Viktor Snær hálfri milljón króna með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu.