Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Father John Misty og Bedouine í Les Docks

Father John Misty og Bedouine í Les Docks

09.01.2019 - 17:28

Höfundar

Í þættinum í kvöld heyrum við tvenna frábæra tónleika, fyrst með tónlistarkonu frá Sýrlandi sem kallar sig Bedouine og svo Father John Misty.

Hún heitir Azniv Korkejian sem kallar sig Bedouine. Hún er fædd í Aleppo í Sýrlandi, á Armenska foreldra en flutti frá Aleppo með foreldrum sínum til Saudi Arabíu þegar hún var stelpa og þaðan til Bandaríkjanna þar sem hún bjó á ýmsum stöðum áður en hún endaði í Los Angeles þar sem hún býr í dag. Foreldrar hennar unnu græna kortið inn í Bandaríkin í græna-korts-lottóinu.

Hún hefur sent frá sér eina plötu sem heitir líka Bedouine og kom út 2017.

Bedouine spilaði á Iceland Airwaves núna í nóvember, meðal annars á Skúli Craft Bar.

Hún spilar á kassagítar og syngur og var að túra með Father John Misty þegar hún kom hingað – skaust bara milli tónleika með honum til Íslands til að spila á Iceland Airwaves.

Og nokkrum dögum seinna (18. nóvember) spilaði hún á tónleikum með Father John Misty í Les Docks í Lausanne í Swiss og þeir tónleikar voru teiknir upp af EBU fyrir Rás 2 og aðrar ríkisútvarpsstöðvar í Evrópu  og við ætlum að heyra þá tónleika í Konsert vikunnar.

Hann heitir Joshua Michael Tillman náunginn sem kallar sig Father John Misty. Hann er fæddur 1981, Bandaríkjamaður, var áður trommari hljómsveitarinnar Fleet Foxes og gaf líka áður út plötur undir nafninu J. Tillman, gaf út einar 8 plötur undir þvi nafni en svo tók hann upp nafnið Father John Misty þegar hann hætti í Fleet Foxes 2012 og síðan hefur hann sent frá sér fjórar plötur sem Father John Misty.

Hann hefur líka spilað með fjölda annara listamanna og komið fram sem gestur á plötum með Beyoncé og Lady Gaga svo eitthvað sé nefnt.

Father John Misty spilaði á Airwaves 2015 í Silfurbergi í Hörpu en í Konsert að þessu sinni heyrum við tónleikana sem fóru fram 18. nóvember sl. í Les Docks í Lausanne í Sviss.

Tengdar fréttir

Tónlist

Konsert á Aldrei fór ég suður 2018

Tónlist

Magnús og Árstíðir í Konsert

Tónlist

Jóla Eivør í Silfurbergi

Tónlist

Baggalútur 2013 í Konsert