Fataskipti til höfuðs tískusóun

Mynd: Pexels  / 

Fataskipti til höfuðs tískusóun

03.04.2019 - 16:19

Höfundar

Landvernd hefur undanfarið vakið athygli á tískusóun og leitar leiða til að sporna gegn því sem stundum er kallað skynditíska. Á laugardaginn verða settir upp fataskiptamarkaðir víða um land þar sem fólk getur skipt heillegum fötum, sem ekki eru lengur í notkun, út fyrir notuð.

„Kostnaðurinn við skynditísku er gríðarlegur því þó varan sjálf sé ódýr eru áhrifin afar slæm bæði á samfélagið og náttúruna,“ segir Katrín Magnúsdóttir verkefnastjóri hjá Landvernd. Hún bendir á að það þurfi mikið landsvæði til að rækta bómullina sem notuð er í framleiðsluna, bómullin ekki alltaf ræktuð við umhverfisvænar aðstæður auk þess sem framleiðslan kosti mikla losun gróðurhúsalofttegunda. „Einnig er vert að benda á að fólk vinnur gjarnan við ómannúðlegar aðstæður í framleiðslunni og á lágum launum.“ 

Í Reykjavík verður markaðurinn haldinn á Háskólatorgi og á Katrín von á mikilli þátttöku. Hún segist taka eftir að fólk er að átta sig betur og betur á málefninu. „Það er vitundavakning í samfélaginu og fólk er að ranka við sér. Æ fleiri leggja sig fram við að minnka fatakaup og spyrja sig hvort þau þurfi raunverulega á nýjum fötum að halda áður en þau halda í verslunarleiðangur.“

Katrín hvetur fólk til að klæðast frekar notuðum fötum og ákveða heldur sjálf hvað er flott en að eltast við að hlýða því sem tískurisar út í heimi segja um það.

Rætt var við Katrínu Magnúsdóttur í Síðdegisútvarpi Rásar 2.

Tengdar fréttir

Umhverfismál

Plast- eða pappírspokinn, hvor er skárri?

Umhverfismál

Styrkir umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála

Umhverfismál

Sjáið þið ekki að keisarinn er allsber?

Umhverfismál

„Þetta er ekki heimur sem við viljum fara í“