Fátækt og fíkniefni á Herranótt

Mynd:  / 

Fátækt og fíkniefni á Herranótt

19.03.2019 - 14:22
Herranótt, leikfélag MR, setur í ár upp söngleikinn RENT. Söngleikurinn var fyrst settur upp á Íslandi árið 1999 en þá voru leikarar sýningarinnar ekki fæddir.

Söngleikurinn gerist í New York í lok síðustu aldar og segir frá fátæklegu samfélagi fíkla, listamanna og bóhema þegar HIV-faraldurinn var upp á sitt besta. 

Það er Guðmundur Felixson sem leikstýrir MR-ingum í þessari uppfærslu af RENT en menntaskólinn hefur lagt Gamla bíó undir sig til að koma söngleiknum sem best til skila fyrir áhorfendur. 

Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar RÚV núll mætti á lokaæfingu fyrir frumsýningu.