Fast 8 á Akranesi – 80 tryllitæki flutt inn

26.01.2016 - 14:06
Mynd með færslu
 Mynd: /samsett mynd - EPA
Atriði fyrir hasarkvikmyndina Fast 8, með Vin Diesel, Jason Statham og Dwayne Johnson, verða tekin upp á Akranesi í vor. Tökur hefjast 4. apríl og verða 80 bílar fluttir til landsins í tengslum við tökur myndarinnar samkvæmt frétt Skessuhorns.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að íbúar bæjarins hefðu heyrt af áformunum á þorrablóti Skagamanna um helgina og að margir hafi talið að um grín væri að ræða. Bæjarstjóri Akraness, Regína Ásvaldsdóttir, staðfesti við blaðamann Vísis að þetta væri ekkert spaug.

Í frétt Skesshorns kemur fram að umgjörðin verði Sementsreiturinn og byggingar aflagðrar verksmiðjunnar, bryggjusvæðið við Akraneshöfn og nágrenni Krókalóns. Undirbúningur hefst í mars og mun taka um 2-3 vikur áður en tökur hefjast.

Stefnt er að því að Fast 8 verði frumsýnd vestanhafs apríl 2017.

davidkg's picture
Davíð Kjartan Gestsson
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi