Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Fasani í Krossanesborgum við Akureyri

10.06.2013 - 16:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Fasani sást í friðlandi Akureyrar í gær, en afar sjaldgæft er að rekast á fasana í íslenskri náttúru.

Elvar Árni Lund, fuglaskoðari og veiðimaður, var á gangi í Krossanesborgum við Akureyri í gær þegar hann rak augun í torkennilegan fugl sem lá þar í kjarrinu. Þegar hann gekk nær kom í ljós að þetta var fasani. Fuglinn fældist upp en Elvar náði meðfylgjandi myndskeiði af þessum flækingi. 

Annar fasani sást í húsagarði á Akureyri í síðustu viku og sjá má myndir af honum hér. Ekki er ólíklegt að um sama fugl sé að ræða.

Fasanar voru fyrst fluttir til landsins árið 1998, en fasanarækt lagðist af hér á landi fyrir tæpu ári. Flækingsfuglar hafa sést víða um land annað slagið.