Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Farþegar frá 32 ríkjum fórust í flugslysi

10.03.2019 - 13:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Flugstjóri eþíópísku farþegaþotunnar sem hrapaði í morgun með 157 manns innanborðs hafði óskað eftir leyfi til að snúa vélinni við skömmu eftir flugtak vegna vandræða með vélina. Hann hafði fengið leyfi frá flugturninum í Addis Ababa til að lenda. Vélin tók á loft um hálf níu að staðartíma í morgun en missti samband við flugturninn um sex mínútum síðar.

Farþegar með vegabréf frá 32 löndum og Sameinuðu þjóðunum voru meðal þeirra sem fórust í flugslysinu. Flestir voru frá Kenía eða 32. Í flugvélinni voru einnig kanadískir ríkisborgarar, ítalskir, kínverskir, breskir, hollenskir, bandarískir og einn Norðmaður. Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum hefur boðið fram aðstoð sína við rannsókn slyssins. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, vottaði í morgun ættingjum þeirra sem fórust samúð sína.
 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV