Farsímanotkun undir stýri varð brotamanni að falli í dag. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglumenn hafi síðdegis í dag stöðvað för ökumanns sem var að tala í farsíma, án handfrjáls búnaðar, og notaði auk þess ekki stefnuljós eins og honum bar. Reyndist ökumaðurinn undir áhrifum fíkniefna og þegar nánar var að gáð kom í ljós að hann var eftirlýstur af erlendum lögregluyfirvöldum.