Fara að Sólheimajökli þrátt fyrir viðvörun

09.07.2014 - 14:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Stórir hópar erlenda ferðamanna hafa lagt á Sólheimajökul í dag, í skipulögðum ferðum íslenskra fyrirtækja, þrátt fyrir tilmæli lögreglu um að ekki sé farið að jökulsporðinum, eða upptökum árinnar þar. Gísli Einarsson fréttamaður var á staðnum í dag og sá fólk við og á jöklinum.

Gísli sá hópa bæði við jökulsporðinn og uppi á jöklinum. Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilmæli dag til ferðamanna og ferðaþjónustufyrirtækja að ekki ekki yrði farið að jökulsporðinum og fólk ætti að halda sig fjarri upptökum árinnar, því flóð gæti vaxið með skömmum fyrirvara, auk þess sem brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu.

Sama viðvörun er einnig í gildi fyrir Múlakvísl á Mýrdalssandi, en mun torveldara er hins vegar að komast að upptökum hennar í Kötlujökli. 

[email protected]