Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Fantagóð bók frá Ólafi Jóhanni

Mynd: Veröld / Veröld

Fantagóð bók frá Ólafi Jóhanni

07.12.2017 - 15:21

Höfundar

Nýjasta bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Sakramentið, hverfist í kringum atburði sem áttu sér stað í Landakotsskóla, þar sem starfsmenn kaþólsku kirkjunnar beittu nemendur kynferðislegu ofbeldi.

Gagnrýnendur Kiljunnar segja bókina vel heppnaða glæpasögu sem minni um margt á það sem Arnaldur Indriðason hefur sent frá sér.

„Allt er þetta undir hatti krimmans, þetta er glæpasaga. Þetta er saga um glæp og þetta er saga um rannsókn með öllum þeim vendingum sem slík saga hefur,“ segir Þorgeir Tryggvason. „Lýsingarnar á þessari rannsókn minna svolítið á Arnald Indriðason. Þetta er vandlega gert. Dregið einföldum dráttum en algjörlega skýrt og sannfærandi. Þetta er fantagóð bók.“

Sunna Dís Másdóttir segir að Ólafur fari vel með viðkvæm mál í bókinni. „Mér finnst hann ekki velta sér upp úr einhverjum hryllingi.“ 

„Það sem mér finnst einna mest spennandi er þessi karakter, með alla sína bresti,“ segir Sunna Dís um aðalpersónuna, frönsku nunnuna Pauline sem send er til Íslands til að rannsaka málið. Pauline er frábærlega teiknuð persóna segir Þorgeir. „Það minnisstæðasta af því sem ég hef lesið í þessu flóði er Pauline að rúnta um Reykjavík á blárri Toyotu, sem heitir Jesús, að hlusta á Utangarðsmenn.“

 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Amazon og BBC ánægð með Ólaf Jóhann

Bókmenntir

Ekki til neins að fara á skjön við söguna

Bókmenntir

Eins og dópisti sem þarf á fixinu að halda