Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fannst hann eiga það skilið að verða leikari

Mynd: RÚV / RÚV

Fannst hann eiga það skilið að verða leikari

23.08.2018 - 14:43

Höfundar

Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn 43 ára að aldri, en hann hafði átt í langvinnri baráttu við erfið veikindi. Í viðtali við Stefán þegar hann var nýbyrjaður í leiklistarnámi sagði hann ekkert annað koma til greina en að gerast leikari.

Stefán útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1999 en ári áður var hann gestur í þættinum Á svölunum leika þau listir sínar á Rás 1 þar sem Eiríkur Guðmundsson og Eva María Jónsdóttir ræddu við ungt listafólk á uppleið. Í þættinum ræddi Eva María við Stefán um það hvernig það var að vera nýbyrjaður í Leiklistarskóla Íslands.

„Áður en ég fór í skólann var ég rótlaus, vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera. Ég vissi bara að mig langaði til þess að verða leikari. Mér fannst ég eiga það skilið að verða leikari – og ekkert annað.“

Stefán var einn þekktasti leikari landsins og einnig þekktur fyrir störf sín víða um heim, ekki síst fyrir hlutverk sitt sem Glanni glæpur í Latabæjarævintýrinu mikla um árið . Hlutverkin á sviði voru fjölmörg en Stefán beitti sér líka í báráttunni fyrir betra samfélagi, skar upp herör gegn einelti í öllum myndum og hélt fjölda fyrirlestra um sjálfsmynd ungs fólks. 

 

Tengdar fréttir

Leiklist

„Vildum láta þennan draum Stefáns rætast“

Leiklist

Stefáns Karls minnst um heim allan

Menningarefni

Stefán Karl Stefánsson látinn

Innlent

„Lífið er núna“